Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   mið 29. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Berbatov: Wirtz verður magnaður fyrir Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool keypti Florian Wirtz fyrir metfé frá Leverkusen í sumar en hann hefur alls ekki staðið undir væntingum í upphafi móts.

Hann hefur spilað 13 leiki fyrir liðið og á enn eftir að skora en hann hefur lagt upp þrjú mörk.

Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Tottenham, Man Utd og Fulham í úrvalsdeildinni, hefur trú á því að Wirtz muni sanna sig. Berbatov lék einnig með Leverkusen á sínum tíma.

„Ég elska hann, hann er frábær leikmaður. Hann verður magnaður. Vonandi verður hann þolinmóður og er með gott fólk í kringum sig, fjölskylduna og umboðsmann. Það sjá allir gæðin," sagði Berbatov.

„Vonandi gefur stjórinn honum tíma til að passa inn í liðið. Ég er sannfærður um að hann muni standa sig. Menn geta fær rök fyrir því að hann hafi ekki líkamlega burði til að spila í úrvalsdeildinni en maður sér svipaða leikmenn eins og hann. Modric er helvítis skrímsli."
Athugasemdir