Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   lau 01. ágúst 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Ísak Snær sé byggður eins og skriðdreki
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Ísak Snær Þorvaldsson er genginn í raðir St Mirren í skosku úrvalsdeildinni á láni frá Norwich.

Ísak, sem er 19 ára gamall, kom inn á sem varamaður á 77. mínútu fyrr í dag þegar St Mirren vann 1-0 sigur á Livingston í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar.

Jim Goodwin, þjálfari St Mirren, hefur mikla trú á Íslendingnum og sparaði ekki stóru orðin í viðtali við Eastern Daily Press.

„Við tókum hann inn sem sóknarmiðjumann. Hann hefur spilað í mörgum stöðum hjá yngri landsliðum Íslands, þar á meðal sem miðvörður, en við fáum hann inn sem miðjumann á meðan aðrir leikmenn eru að koma úr meiðslum," sagði Goodwin.

„Ísak er 19 ára en hann lítur út fyrir að vera 25 ára, hann er byggður eins og skriðdreki."

Það er vonandi að Ísak fái fullt af tækifærum í skosku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner