Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 01. ágúst 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ætlar líka að hafna næsta tilboði Fulham
Scott McTominay.
Scott McTominay.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fulham hefur lagt fram nýtt tilboð í Scott McTominay, miðjumann Manchester United.

Fyrsta tilboðið var upp á 17 milljónir punda og var því hafnað.

Talið er að nýtt tilboð sé upp á meira en 20 milljónir punda, en því verði líka hafnað af United.

United er sagt tilbúið að selja skoska landsliðsmanninn fyrir tilboð nær 30 milljónum punda.

McTominay, sem er 27 ára skoskur landsliðsmaður, er þessa stundina í æfingaferð með Man Utd.

Fulham er einnig að vinna í því að kaupa Emile Smith-Rowe frá Arsenal en þau mögulegu kaup eru mikið nær.
Athugasemdir
banner
banner
banner