BBC hefur tekið saman helstu sögurnar sem eru í gangi í ensku blöðunum og fleiri fjölmiðlum. Það er kominn ágúst og styttist í að stærstu deildir Evrópu fari af stað.
Joe Gomez (27) varnarmaður Liverpool og Englands er enn opinn fyrir því að yfirgefa Liverpool í sumar. Í síðasta mánuði varð ekkert af því að hann færi til Newcastle. (Mail)
Marseille er tilbúið að borga um 17 milljónir punda fyrir enska framherjann Eddie Nketiah (25) hjá Arsenal en búist er við því að viðræður haldi áfram á milli félaganna á næstu dögum. (Telegraph)
Crystal Palace er opið fyrir því að láta Jordan Ayew (32) fara fyrir rétt verð í sumar. Leicester hefur áhuga á ganverska sóknarmanninum. (Standard)
Everton hefur áhuga á Ramon Sosa (24) framherja Paragvæ sem er hjá CA Talleres í Argentínu. Everton mætir samkeppni frá Nottingham Forest. (Teamtalk
AC Milan vill fá Tammy Abraham (26) framherja Roma. (Nicolo Schira)
Tilraunir Leicester til að krækja í enska kantmanninn Reiss Nelson (24) frá Arsenal ganga illa þar sem leikmaðurinn er fyrir utan verðflokks félagsins. (Leicester Mercury),
Leeds hefur lagt fram 2,5 milljón punda tilboð í Ryan Kent (27) vængmann Fenerbahce. (Haber Ekspres)
Paris St-Germain hefur náð samkomulagi um 60 milljóna evra kaup á miðjumanninum Joao Neves (19) frá Benfica. Upphæðin gæti hækkað um 10 milljónir í viðbót en portúgalski miðjumaðurinn Renato Sanches (26) fer á láni í öfuga átt. (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest ætlar að kaupa portúgalska kantmanninn Jota Silva (24) frá Vitoria Guimaraes fyrir 6 milljónir punda og gæti hækkað um allt að 4 milljónir í viðbót. (Sky Sports)
Wolves og Fulham hafa tekið þátt í kapphlaupinu um að fá franska varnarmanninn Isaak Toure (21) frá Lorient. (Football Insider)
Fulham hefur náð samkomulagi um kaup á spænska miðverðinum Jorge Cuenca (24) frá Villarreal. (Fabrizio Romano)
Fulham hefur ekki útilokað að enski framherjinn Jay Stansfield (21) verði lánaður aftur á þessu tímabili. Hann skoraði þrettán mörk á láni hjá Birmingham City á síðasta tímabili. (Standard)
Coventry City leggur áherslu á að fá ganverska framherjann Brandon Thomas-Asante (25) frá Hull. (Telegraph)
Athugasemdir