Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen verður 32 ára á árinu en samningur hans við Víkinga rennur út í lok árs. Heyrst hefur að KA hafi gert honum tilboð en framtíð hans er í óvissu.
Nikolaj var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag þar sem hann ræddi við þáttastjórnendur á íslensku. Nikolaj hefur verið á Íslandi frá 2016 og með Víkingum frá 2017. Hann á íslenska konu og dóttur.
Nikolaj var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag þar sem hann ræddi við þáttastjórnendur á íslensku. Nikolaj hefur verið á Íslandi frá 2016 og með Víkingum frá 2017. Hann á íslenska konu og dóttur.
„Ég er að renna út á samningi eftir fimm mánuði og ég verð að hugsa um sjálfan mig, hvort ég eigi að vera endalaust áfram í Víkingi eða gera eitthvað nýtt. Ég hef rætt við nokkur félög," sagði Nikolaj.
Nikolaj hefur unnið allt sem hægt er að vinna á Íslandi með Víkingum og upplifað mikið með félaginu. Hann er markahæsti leikmaður Víkinga í efstu deild frá upphafi.
„Mér líður vel í Víkingi og allt svona. Ég hef talað við Víking líka," sagði Nikolaj en hann sagði svo að hann væri að fara að ræða við umboðsmann sinn um framtíðina. Það þyrfti að taka þau samtöl fljótlega.
Er framtíð fjölskyldunnar á Íslandi?
„Ég er sagði við umboðsmann minn ef við fáum eitthvað geggjað úti með mikinn pening, þá af hverju ekki. En ég held ég verði áfram á Íslandi. Litla mín er feimin og það tekur tíma fyrir hana að treysta fólki. Hún hefur verið í eitt ár á leikskólanum og elskar kennara hérna. Ég vil ekki taka hana út fyrir eitthvað. Ég held að ég verði áfram á Íslandi," sagði Nikolaj.
„Heim fyrir mig er Ísland."
Athugasemdir