Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. september 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumur í dós að fá Lukaku inn í þetta
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku var keyptur til Chelsea í sumar frá Inter fyrir tæpar 100 milljónir punda.

Hann hefur komið sterkur inn í lið Chelsea, og skoraði meðal annars í fyrsta leik gegn Arsenal.

Ágúst Reynir Þorsteinsson, eigandi Bombay Bazaar og stuðningsmaður Chelsea, var gestur í hlaðvarpsþættinum Enski boltinn síðasta mánudag. Hann er gífurlega ánægður með innkomu Lukaku.

„Það er draumur í dós að fá inn Lukaku. Hann lítur svo vel út núna. Hann er í svo miklu standi, eitthvað sem menn kvörtuðu yfir þegar hann var hjá Man Utd - að hann hefði ekki verið í nægilega góðu standi," sagði Ágúst.

„Gamall góður Chelsea maður, Antonio Conte, spændi hann niður og náði því besta úr honum. Hann virðist vera klár. Auðvitað á hann eftir að skora og gera allt sem þessar 100 milljónir punda segja að hann eigi að gera. En þetta lítur vel út og ég er mjög bjartsýnn á tímabilið. Ég er samt ekki að segja það fyrir fram að við verðum meistarar; horfðu á City og Liverpool, og Ronaldo er kominn til United. Þetta er ekkert gefið."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.
Enski boltinn - Utanríkisráðherra í fótboltaspjalli
Athugasemdir
banner
banner
banner