Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. október 2020 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Raggi Sig átti stóran þátt í sjálfsmarkinu sem sló FCK úr leik
Mynd: Getty Images
Kaupmannahöfn mistókst að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli fyrir króatíska félaginu Rijeka fyrr í kvöld.

Eina mark leiksins kom á 20. mínútu þegar Peter Ankersen skoraði spaugilegt sjálfsmark, þar sem Ragnar Sigurðsson átti stóran þátt í gríninu.

Leikmaður Rijeka var einn á móti Ragga sem rann til og felldi liðsfélaga sinn. Leikmaðurinn var því sloppinn einn í gegn og ákvað að vippa yfir Karl-Johan Johnsson í markinu. Grínið var ekki búið því vippan hafnaði í slánni og út en Peter Ankersen, sem er nýkominn aftur frá Genoa, hljóp með boltann í eigið net.

Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá kómískt sigurmark Rijeka hér fyrir neðan.

FC København 0-1 Rijeka - Peter Ankersen own goal 20' (hilarious goal) from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner