Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 01. nóvember 2025 13:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pablo og Óskar Örn kynntir hjá Haukum
Mynd: Haukar
Pablo Punyed og Óskar Örn Hauksson hafa verið kynntir til leiks í þjálfarateymi Hauka.

Fótbolti.net greindi frá því samkvæmt heimildum á dögunum yrði Pablo spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Óskar verður í hlutverki aðstoðarþjálfara og styrktarþjálfara.

Pablo er 35 ára gamall miðjumaður en hann kemur frá Víkingi. Hann gekk til liðs við Víking árið 2021 og vann þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikartitla.

Óskar Örn er 41 árs og er goðsögn í íslenska boltanum en hann var síðast spilandi styrktarþjálfari hjá Víkingi.

Haukar enduðu í 7. sæti 2. deildar í sumar. Guðjón Pétur Lýðsson var ráðinn þjálfari liðsins í haust.


Athugasemdir
banner
banner