Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 01. desember 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
James hlaðinn lofi en fær væntanlega hvíld á miðvikudaginn
Reece James, fyrirliði Chelsea.
Reece James, fyrirliði Chelsea.
Mynd: EPA
Reece James, fyrirliði Chelsea, átti frábæran leik á miðsvæðinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Arsenal. James er yfirleitt hægri bakvörður en hefur verið notaður á miðjunni vegna meiðslavandræða Romeo Lavia.

James skilaði fyrirmyndar vinnuframlagi í leiknum í gær og var víða valinn maður leiksins.

„Reece var algjörlega magnaður. Afskaplega góður," sagði Enzo Maresca sem ýjar þó að því að hann þurfi að fá hvíld gegn Leeds í miðri viku.

„Við þurfum að stýra álaginu á honum. Það er leikur strax á mánudaginn."

Chelsea telur að sífelld meiðslavandræði James séu að baki en hann hefur verið að glíma við þrálát meiðsli aftan í læri. Breytingar hafa orðið á sjúkraþjálfarateymi Chelsea og félagið leggur meiri áherslu á að fylgjast með álaginu á leikmenn.

Passað var upp á það að James myndi ekki spila meira en einn leik í viku á síðasta tímabili. Á þessu tímabili hefur hann fengið grænt ljós á að spila 2-3 leiki á viku. Maresca telur þó að ekki sé sniðugt að láta hann byrja fjórða leikinn í röð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner