Troy Deeney sérfræðingur BBC velur lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea og Arsenal gerðu jafntefli í toppslagnum. Manchester United og Liverpool fögnuðu sigrum.
Markvörður: Bart Verbruggen (Brighton) - Brighton vann 2-0 sigur en Nottingham Forest átti 19 skot. Hollendingurinn var öryggið uppmálað og hélt hreinu.
Stjóri: Regis le Bris (Sunderland) - Sunderland heldur áfram að fara fram úr væntingum og er í sjötta sæti.
Varnarmaður: Reece James (Chelsea) - Var geggjaður gegn Arsenal. Lék reyndar á miðsvæðinu en tekur stöðu bakvarðar í úrvalsliðinu.
Varnarmaður: Malick Thiaw (Newcastle) - Smellpassar í Newcastle. Skoraði tvívegis í 4-1 sigri gegn Everton.
Varnarmaður: Josko Gvardiol (Manchester City) - Skoraði í sigrinum gegn Leeds. Er að þróast út í sannan leiðtoga í liðinu.
Miðjumaður: Granit Xhaka (Sunderland) - Kaup tímabilsins til þessa. Var hjartað á miðsvæðinu þegar Sunderland vann Bournemouth 3-2.
Miðjumaður: Tyler Adams (Bournemouth) - Var í tapliði en átti hrikalega öflugan leik og skoraði gott mark.
Sóknarmaður: Igor Thiago (Brentford) - Þessi öflugi Brassi heldur áfram að standa sig. Skoraði tvö í 3-1 sigri gegn Burnley.
Sóknarmaður: Phil Foden (Manchester City) - Farinn að sýna sínar bestu hliðar á ný. Skoraði tvö gegn Leeds, það seinna var sigurmark leiksins.
Athugasemdir




