Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. janúar 2020 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum að standa okkur nokkuð vel"
Henderson og Van Dijk ræða hér á þessari mynd við dómarann Michael Oliver.
Henderson og Van Dijk ræða hér á þessari mynd við dómarann Michael Oliver.
Mynd: Getty Images
„Við erum að standa okkur nokkuð vel," sagði Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eftir 2-0 sigur á Sheffield United.

Van Dijk var að svara spurningu um það að Liverpool hefði ekki tapað í ensku úrvalsdeildinni í heilt ár. Liverpool tapaði síðast deildarleik gegn Man City 3. janúar á síðasta ári.

„Við erum bara að einbeita okkur að næsta leik. Sheffield United er frábært lið. Við undirbjuggum okkur vel og það sást á vellinum."

„Við spiluðum góðan fótbolta. Við vorum rólegir, yfirvegaðir og já, þetta var góður sigur," sagði Van Dijk.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, fór einnig í viðtal. Hann hefur áður talað um það að Liverpool geti bætt sig enn frekar og ítrekaði hann það í kvöld.

„Við viljum halda áfram að gera hlutina sem við erum að gera. Við viljum halda áfram að bæta okkur og halda einbeitingu á næstu ákorun," sagði Henderson.

„Mér finnst við enn geta bætt okkur. Þeir fengu gott færi á síðustu 10-15 mínútunum. Við höfum ekki efni á að gefa liðum svona tækifæri," sagði fyrirliðinn jafnframt.
Athugasemdir
banner