Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   sun 02. febrúar 2020 13:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ighalo lentur í Manchester - „Draumur að verða að veruleika"
Odion Ighalo er mættur til Manchester þar sem hann mun spila með Manchester United á láni út þetta tímabil.

Ighalo lenti í Manchester í morgun og fréttamaður Sky Sports tók hann tali á flugvellinum.

„Þetta er búin að vera ótrúleg atburðarás, ég er ánægður með að vera kominn til Manchester. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig, ég er tilbúinn í verkefnið og ætla leggja mikið á mig við að hjálpa liðinu að enda tímabilið vel."

„Þetta er draumur að verða að veruleika, ég hef verið stuðningsmaður félagsins frá því ég var barn," sagði Ighalo stuttu eftir lendinguna í Manchester í morgun.

Ighalo kemur frá Shanghai Greenland Shenhua í Kína en deildarkeppninni þar í landi hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna kóróna-veirunnar.


Athugasemdir