Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 02. mars 2023 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Harley með sigurmarkið í Akureyrarslagnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KA 1 - 0 Þór
1-0 Harley Willard ('73)


Harley Bryn Willard gerði eina mark leiksins er KA lagði Þór að velli í Akureyrarslag í A-deild Lengjubikars karla.

Skoski framherjinn var besti leikmaður í liði Þórs í fyrra þar sem hann skoraði 11 mörk í 22 leikjum áður en hann skipti yfir til nágrannanna í KA í vetur.

Harley skoraði á 73. mínútu og er KA í góðri stöðu á toppi riðilsins eftir síðasta leik sinn í riðlakeppninni. Liðið endar með 12 stig eftir 5 umferðir og einungis Fjölnir sem getur jafnað Akureyringana á stigum.

Þór situr eftir með þrjú stig eftir fjórar umferðir og heimsækir Þrótt R. í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner