
Eydís Arna Hallgrímsdóttir og Katrín Ásta Eyþórsdóttir eru gengnar til liðs við Fram á láni frá FH og munu spila með Frömurum út þetta tímabil.
Eydís er 19 ára gömul og spilar stöðu miðvarðar en hún þekkir vel til hjá Fram enda spilaði hún síðari hluta síðasta tímabils með liðinu og hjálpaði liðinu að vinna 2. deild.
Hún verður áfram hjá Fram og þá kemur hin 18 ára gamla Katrín Ásta einnig til félagsins frá FH.
Katrín á 17 leiki í Lengjudeildinni með FH og Haukum og kemur því inn með reynslu úr deildinni, en hún hefur einnig spilað fyrir ÍH.
Systir Katrínar, Þórey Björk, gekk einmitt í raðir Fram fyrir tímabilið frá Haukum.
Athugasemdir