Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. apríl 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Mudryk er í góðum höndum"
Mynd: Getty Images
Úkraínska stjarnan Mykhailo Mudryk er ekki að eiga draumabyrjun hjá Chelsea frá því hann kom í janúar, en samlandi hans, Andriy Shevchenko, er sannfærður um að hann sé í góðum höndum.

Mudryk var keyptur fyrir 90 milljónir punda frá Shakhtar Donetsk en hann hafði verið að gera góða hluti í Meistaradeildinni og með úkraínska landsliðinu.

Vængmaðurinn þarf þó meiri tíma til að aðlagast Bretlandseyjum því hann er engan veginn búinn að sanna það fyrir fólki af hverju hann kostaði 90 milljónir punda.

Það er hægt að telja á annarri hendi þá leiki sem hann hefur staðið sig vel en Shevchenko, sem spilaði fyrir Chelsea og Milan, segist ekki hafa áhyggjur af leikmanninum.

„Chelsea var að kaupa hæfileikaríkan leikmann sem var hugsaður sem framtíðarleikmaður. Hann er bara að hefja þessa vegferð á þessum magnaða fótboltaferli og er núna hluti af metnaðarfullu verkefni. Hann er í góðum höndum og ástæðan fyrir því að Chelsea vildi fá hann strax er af því félagið hefur mikla trú á hæfileikum hans,“ sagði Shevchenko við BBC.

Mudryk var með slökustu mönnum Chelsea í 2-0 tapinu gegn Aston Villa í gær en hann fékk 4 í einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner