Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 02. apríl 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar á von á því að Orri Hrafn sé á förum frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Orri Hrafn Kjartansson er á leið frá Val en þetta staðfesti Arnar Grétarsson þjálfari liðsins eftir tap liðsins gegn Víkingi í meistari meistaranna í gær.


„Ég á von á því að Orri Hrafn fari á lán eða fari frá okkur, það eru allar líkur á því," sagði Arnar.

Orri er fyrrum leikmaður Fylkis og gæti snúið heim í Árbæinn. HK, Fram og Vestri gætu einnig skoðað að fá hann á miðsvæðið.

Valsmenn hafa verið ansi duglegir á leikmannamarkaðnum í vetur en Bjarni Guðjón Brynjólfsson gekk til liðs við félagið frá Þór en hann gæti farið á lán. Heyrst hefur að hann gæti verið á leið til KA.

Þá var Arnar einnig spurður út í Guðmund Andra Tryggvason sem var ekki með í gær en hann var fjarverandi vegna meiðsla.


Arnar Grétars: Það var svolítið eins og blaut tuska
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner