Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   mið 02. apríl 2025 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Finnst liðið hafa brugðist virkilega vel við eftir að hann fór"
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur fór með sigur af hólmi í Lengjubikarnum.
Valur fór með sigur af hólmi í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Gylfi fór í Víking.
Gylfi fór í Víking.
Mynd: Mummi Lú
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili.
Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Það kemur ekki á óvart, við endum í þriðja sæti í fyrra og efstu tvö liðin eru búin að ná góðum árangri undanfarin ár og eru með mikinn stöðugleika í bæði leikmannamálum og þjálfaramálum," segir Túfa, þjálfari Vals, er hann er spurður út í spá Fótbolta.net fyrir komandi keppnistímabil.

Valsmönnum er spáð þriðja sæti deildarinnar eftir að hafa endað líka þar í fyrra.

„Okkur hefur gengið vel í vetur. Byrjunin á undirbúningstimabilinu var frekar erfið þar sem margir leikmenn voru frá vegna meiðsla eftir síðasta tímabil. En á öllum þessum tíma finnst mér við hafa tekið skrefið fram á við í rétta átt. Við lögðum mikla vinnu á öllum sviðum og leikmennirnir mínir eiga stórt hrós skilið," segir Túfa og bætir við að stemningin í hópnum sé mjög góð.

„Stemningin í hópnum er frábær, við erum með stóran og flottan hóp og menn eru að ýta á hvorn annan til að ná því besta úr sér. Það er mikil tilhlökkun og menn spenntir fyrir sumrinu."

Túfa tók við Val á miðju síðasta tímabili en hvernig horfir hann á síðasta sumar?

„Síðasta tímabil var erfitt fyrir okkur Valsmenn, miklar væntingar fyrir mót en dottnir úr titilbaráttu of snemma. Mikil meiðsli, lítið sjálfstraust þegar ég tek við liðinu um haustið en við náum að þjappa okkur saman og ná Evrópusæti sem var mikilvægt fyrir klúbbinn."

Hann kveðst ánægður með stöðuna á leikmannahópnum.

„Ég er mjög ánægður með leikmannahópinn núna og liðið mitt. Við erum búnir að fá nokkra nýja leikmenn inn í hópinn, samsetning í hópnum er orðin betri frá því í fyrra og mikið hungur og samstaða til að ná árangri."

Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Val fyrir stuttu. Hefur tekist að fylla í hans skarð?

„Við erum ekki búnir að fá einstakan leikmann í staðinn fyrir hann, en mér finnst hópurinn og liðið hafa brugðist virkilega vel við eftir að hann fór, margir leikmenn tekið meiri ábyrgð og frammistaða liðsins á uppleið."

Hver eru markmiðin fyrir sumarið?

„Markmið okkar er að vera í toppbaráttu og berjast um alla titla. Mesti fókusinn verður að ná meiri stöðugleika og vinna fleiri prósent í öllu sem við erum að gera; bæta frammistöðu leikmanna og liðsins í hverju viku."

„Ég hvet alla Valsara að mæta á völlinn, styðja liðið okkar og vera tólfti maðurinn til að við náum saman upp okkar Valsgildi: Samstöðu, stolt og vinnusemi," sagði Túfa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner