Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 02. maí 2023 21:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Blikar sóttu sigur gegn Tindastól
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Tindastóll 0 - 3 Breiðablik
0-1 Taylor Marie Ziemer ('8 )
0-2 Taylor Marie Ziemer ('42 )
0-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('85 )

Lestu um leikinn

Taylor Ziemer kom Breiðablik yfir strax á sjöttu mínútu þegar liðið heimsótti Tindastól í Bestu deild kvenna í kvöld.


Blikar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og Ziemer skoraði annað markið áður en flautað var til hálfleiks.

Seinni hálfleikur var nokkuð rólegur en þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma negldi Andrea Rut Bjarnadóttir síðasta naglann í kistu Tindastóls.

Breiðablik tapaði stórslagnum gegn Val i fyrstu umferðinni á Origo-vellinum og er því gott fyrir þær að vera komnar með þrjá punkta á tölvuna. Tindastóll er áfram með eitt stig eftir jafntefli gegn Keflavík í fyrstu umferð.


Athugasemdir
banner