Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   sun 02. júní 2024 19:50
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Gauti borinn af velli í Kórnum
Eiður Gauti í baráttunni gegn Fylki í síðustu umferð
Eiður Gauti í baráttunni gegn Fylki í síðustu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK í Bestu deildinni, var borinn af velli í byrjun leiks gegn Breiðabliki í níundu umferð deildarinnar í Kórnum í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 0 -  2 Breiðablik

Framherjinn hefur raðað inn mörkunum fyrir Ými síðustu ár en hann skipti aftur yfir í HK í apríl.

Hann var að byrja annan leik sinn og í fyrsta sinn í grannaslag í kvöld, en það var stutt gaman.

Eftir um það bil mínútu fékk hann þungt höfuðhögg eftir samstuð við liðsfélaga sinn í skallaeinvígi framarlega á vellinum. Óhugnanlegt atvik.

Eiður var settur í hálskraga og borinn af velli, en hann er væntanlega á leið upp á spítala í frekari rannsóknir.

Staðan er enn markalaus í Kórnum þegar 32 mínútur eru búnar af leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner