Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   lau 02. júlí 2016 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugeldar hræddu Íslendinga og fleiri í París
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mikil hræðsla skapaðist á Fanzone-inu í París í kvöld þegar flugeldar voru sprengdir.

Viðbúnaðarstig gegn hryðjuverkum er mikið í Frakklandi eftir hryðjuverkin í París í nóvember síðastliðnum.

Fólk hélt að eitthvað álíka væri að fara í gang í París í kvöld, en svo var hins vegar ekki.

Litlir flugeldar voru sprengdir og skiljanlega hræddist fólkið sem viðstatt var.

Mikið af Íslendingum er París vegna leiks Frakklands og Íslands á morgun, en þeirra á meðal er Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar.

„Það varð lítil sprenging á fanzone og það varð algjört uppþot! Menn hlupu yfir girðingar og maður varð næstum undir troðningnum! Svakalegt!!" segir Guðjón á Twitter í kvöld.

„Fólk hélt að þetta væri hryðjuverk en þetta var bara false alarm, roooosleg hræðsla og fanzone-ið er tómt."





Athugasemdir
banner
banner