Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 02. júlí 2020 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Kórdrengir lögðu lærisveina Mækarans
Albert Brynjar gerði tvö fyrir Kórdrengi.
Albert Brynjar gerði tvö fyrir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tapaði sínum fyrsta leik í 2. deildinni í sumar þegar liðið mætti Kórdrengjum á útivelli í kvöld.

Lærisveinar Mikaels Nikulássonar lentu undir eftir átta mínútur þegar Albert Brynjar Ingason skoraði. Albert Brynjar var aftur á ferðinni á 22. mínútu. „Jafn leikur heilt yfir en óöryggi í vörn Njarðvíkur hefur valdið 2-0 forystu Kórdrengja sem verður þar af leiðandi að teljast sanngjörn," skrifaði Gylfi Tryggvason í beinni textalýsingu þegar flautað var til hálfleiks.

Það var erfitt fyrir Njarðvíkinga að brjóta Kórdrengi á bak aftur og undir lok leiksins gerði Jordan Damachoua út um leikinn, 3-0.

Bæði þessi lið höfð unnið báða leiki sína fyrir leikinn í kvöld. Kórdrengir hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa með sömu markatölunni, 3-0.

Í hinum leik kvöldsins vann KF sinn fyrsta sigur er liðið fékk Kára í heimsókn. Kári leiddi 1-0 í hálfleik, en KF sneri leiknum sér í vil á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Kári jafnaði metin, en mínútu síðar náði KF aftur forystunni.

KF náði að landa sigrinum eftir það og lokatölur 3-2 í þessum spennandi leik. KF er með þrjú stig um miðja deild og Kári er með eitt stig.

KF 3 - 2 Kári
0-1 Jón Vilhelm Ákason ('17)
1-1 Sævar Þór Fylkisson ('73)
2-1 Theodore Develan Wilson III ('75)
2-2 Garðar Gunnlaugsson ('77, víti)
3-2 Ljubomir Delic ('77)

Kórdrengir 3 - 0 Njarðvík
1-0 Albert Brynjar Ingason ('8 )
2-0 Albert Brynjar Ingason ('22 )
3-0 Jordan Damachoua ('87 )
Rautt spjald: Arnar Helgi Magnússon , Njarðvík ('91)
Lestu nánar um leikinn


Athugasemdir
banner
banner