Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 02. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Mónakó vill fá Aurier
Mónakó hefur áhuga á að fá Serge Aurier, hægri bakvörð Tottenham í sínar raðir.

Mónakó var í níunda sæti þegar franska úrvalsdeildin var flautuð af í apríl en liðið vill gera betur á næsta tímabili.

Aurier var nálægt því að fara frá Tottenham í fyrrasumar og þessi 27 ára gamli leikmaður gæti núna verið á förum.

Aurier kom til Tottenham frá PSG árið 2017 en hann hefur leikið 35 leiki með Spurs á þessu tímabili.

Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp átta en hins vegar hefur hann fengið gagnrýni fyrir varnarleik sinn.
Athugasemdir