Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 02. ágúst 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tilboð Tottenham í Romero samþykkt - Traore eftirsóttur
Powerade
Verða þeir ekki liðsfélagar á komandi leiktíð?
Verða þeir ekki liðsfélagar á komandi leiktíð?
Mynd: EPA
Á förum?
Á förum?
Mynd: Getty Images
Eru Traore og Espirito Santo að sameinast á ný?
Eru Traore og Espirito Santo að sameinast á ný?
Mynd: Getty Images
Nóg um að vera í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester City mun hætta að eltast við Harry Kane ef félagið semur við Jack Grealish. (Manchester Evening News)

Rafa Benitez hefur tjáð James Rodriguez að hann sé ekki í plönunum hjá sér og má fara frá félaginu ef það kemur sanngjarnt tilboð í hann. (Liverpool Echo)

Atletico Madrid er í bílstjórasætinu í kapphlaupinu um argentíska framherjann Lautaro Martinez hjá Inter Milan. Hann er metinn á í kringum 90 milljónir evra, Arsenal hefur einnig áhuga. (Tuttosport)

Inter Milan hefur neitað tilboðum Arsenal í Martinez í skiptum fyrir Bellerin eða Lacazette. (Gazzetta dello Sport)

Atalanta hefur samþykkt tilboð uppá 43 milljónir punda frá Tottenham í argentíska varnarmanninn Cristian Romero. (Talksport)

Leeds hefur áhuga á að fá spænska kanntmanninn Adama Traore frá Wolves, hinn 25 ára gamli er metinn á 30 milljónir punda. (Goal)

Fyrrum stjóri Wolves og núverandi stjóri Tottenham, Nuno Espirito Santo hefur einnig áhuga á Traore. (Mail)

Julian Nagelsmann þjálfari Bayern Munchen er bjartsýnn að hinn 26 ára gamli miðjumaður, Leon Goretzka, sem hefur verið orðaður við Man Utd, muni skrifa undir nýjan samning við þýsku meistarana. (Metro)

Franski framherjinn Karim Benzema, 33, mun skrifa undir eins árs samning við Real Madrid sem heldur honum hjá félaginu til ársins 2023. (ABC)

West Ham gengur illa að ná samkomulagi við Chelsea um kaup á Kurt Zouma, ef það gengur ekki mun félagið snúa sér að serbneska landsliðsmanninum Nikola Milenkovic hjá Fiorentina. (Sky Sports)

Crystal Palace vill fá enska framherjann Ademola Lookman frá RB Leipzig á láni, en fá samkeppni frá Burnley og Watford. (Sun)

Umboðsmaður Davinson Sanchez varnarmanns Tottenham hefur verið í viðræðum við Sevilla en honum er ætlað að verða eftirmaður Jules Kounde sem er orðaður við Chelsea. (Caracol Radio)

Wolves hefur áhuga á Aaron Ramsey en hann vill ekki fara á Molineux. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner