Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 02. ágúst 2022 16:27
Elvar Geir Magnússon
Aguero skilur ekki ákvörðun City að selja Sterling
Sergio Aguero, goðsögn hjá Manchester City, segist ekki skilja þá ákvörðun City að selja Raheem Sterling til Chelsea

Aguero er markahæsti leikmaður í sögu City en hann spilaði með Sterling í sex tímabil á Etihad leikvangnum.

„Ég skil ekki að hann hafi verið seldur. Stundum tekur City furðulegar ákvarðanir," segir Aguero.

Aguero, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna hjartavandamála, telur að það muni mögulega taka Erling Haaland einhvern tíma að aðlagast enska boltanum.

Einn af þeim sem á að fylla skarð Sterling hjá City er Julian Alvarez, 22 ára Argentínumaður sem kom frá River Plate.

„Julian sendi mér skilaboð til að fá upplýsingar um hvernig lífið sé í Manchester. Ég sagði að honum yrði mjög kalt! segir Aguero.
Athugasemdir
banner