Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 02. ágúst 2022 16:27
Elvar Geir Magnússon
Aguero skilur ekki ákvörðun City að selja Sterling
Raheem Sterling í leik með Chelsea á dögunum.
Raheem Sterling í leik með Chelsea á dögunum.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, goðsögn hjá Manchester City, segist ekki skilja þá ákvörðun City að selja Raheem Sterling til Chelsea

Aguero er markahæsti leikmaður í sögu City en hann spilaði með Sterling í sex tímabil á Etihad leikvangnum.

„Ég skil ekki að hann hafi verið seldur. Stundum tekur City furðulegar ákvarðanir," segir Aguero.

Aguero, sem neyddist til að leggja skóna á hilluna vegna hjartavandamála, telur að það muni mögulega taka Erling Haaland einhvern tíma að aðlagast enska boltanum.

Einn af þeim sem á að fylla skarð Sterling hjá City er Julian Alvarez, 22 ára Argentínumaður sem kom frá River Plate.

„Julian sendi mér skilaboð til að fá upplýsingar um hvernig lífið sé í Manchester. Ég sagði að honum yrði mjög kalt! segir Aguero.
Athugasemdir
banner