Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   fös 02. ágúst 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Craig Shakespeare látinn
Mynd: Getty Images

Craig Shakespeare, fyrrum stjóri Leicester, lést í gær aðeins sextugur að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein.


Shakespeare var aðstoðarmaður Claudio Ranieri hjá Leicester þegar liðið varð enskur meistari árið 2016. Hann tók við af Ranieri árið eftir og kom liðinu alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann var hins vegar látinn taka pokann sinn á því tímabili.

Hann var einnig þjálfari Hull, Watford, Aston Villa, Norwich og Everton. Þá var hann aðstoðarmaður Sam Allardyce hjá enska landsliðinu en Allardyce stýrði liðinu aðeins í einum leik áður en hann hætti.

Í yfirlýsingu sem félag deildar stjóra gaf út fyrir hönd fjölskyldu hans segir:

„Þó að fjölskyldan sé gríðarlega stolt af afrekum hans í fótbolta sem bæði leikmaður og þjálfari, þá mun hann alltaf fyrst og fremst vera ástríkur og elskaður eiginmaður, faðir, sonur, bróðir og frændi fyrir okkur, fjölskyldu hans."

„Missirinn er hrikalegur fyrir okkur öll og við viljum biðja um að næði verði veitt á þessum ótrúlega erfiða tíma þegar við reynum að sætta okkur við og syrgja missi mjög sérstakrar manneskju."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner