Frakkar unnu 1-0 sigur á Argentínu í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í París rétt í þessu.
Frakkland 1-0 Argentína
Jean-Philippe Mateta ('5)
Leikurinn fór frábærlega af stað fyrir gestgjafana þegar Jean-Philippe Mateta kom þeim yfir eftir stoðsendingu frá hans fyrrum liðsfélaga Michael Olise.
Staðan í hálfleik var 0-0 en seinni hálfleikurinn var í eigu Argentínumanna. Þeir voru mun meira með boltann og áttu 11 skot gegn þremur skotum hjá Frökkum í seinni hálfleik.
Þetta var seinasti leikurinn í 8-liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París. Frakkar mæta Egyptum í undanúrslitum en Marokkó mætir þá Spánverjum.
Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir næstkomandi mánudag.
Undanúrslitin
Frakkland - Egyptaland
Marokkó - Spánn
Athugasemdir