fös 02. október 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur Íslands: Allir klárir fyrir umspilið - Birkir Már snýr aftur
Icelandair
Fastamenn snúa aftur í landsliðshópinn fyrir stórleikinn á fimmtudag.
Fastamenn snúa aftur í landsliðshópinn fyrir stórleikinn á fimmtudag.
Mynd: Eyþór Árnason
Birkir Már snýr aftur í hópinn eftir langt hlé.
Birkir Már snýr aftur í hópinn eftir langt hlé.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti nú rétt í þessu landsliðshópinn fyrir komandi leiki í umspili um sæti á EM og í Þjóðadeildinni.

Aron Einar Gunnarsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma allir inn eftir að hafa verið fjarri góðu gamni gegn Englandi og Belgíu í síðasta mánuði.

Jóhann Berg og Kári Árnason eru báðir í hópnum en þeir verða klárir í slaginn fyrir stórleikinn gegn Rúmenum á fimmtudag eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur.

Birkir Már Sævarsson er í hópnum í fyrsta skipti í mótsleik síðan í október í fyrra. Birkir hefur raðað inn mörkum úr hægri bakverðinum hjá Val undanfarnar vikur.

Viðar Örn Kjartansson kemur inn í hópinn en Hólmbert Aron Friðjónsson er ekki með eftir góða innkomu gegn Englandi og Belgíu. Hólmbert er að glíma við meiðsli þessa dagana.

Emil Hallfreðsson er ekki valinn í hópinn að þessu sinni. Jón Guðni Fjóluson, Alfons Sampsted, Samúel Kári Friðjónsson, Andri Fannar Baldursson og Patrik Sigurður Gunnarsson detta einnig út síðan í síðasta verkefni.

Leikirnir framundan á Laugardalsvelli
Fimmtudagur 8. október - Rúmenía (Umspil fyrir EM)
Sunnudagur 11. október - Danmörk (Þjóðadeildin)
Miðvikudagur 14. október - Belgía (Þjóðadeildin)

Markmenn
Hannes Þór Halldórsson | Valur | 70 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 5 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir

Varnarmenn
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 73 leikir
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva | 29 leikir, 2 mörk
Birkir Már Sævarsson | Valur | 92 leikir, 1 mark
Kári Árnason | Víkingur R. | 84 leikir, 6 mörk
Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 94 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 30 leikir, 3 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 15 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 16 leikir, 1 ma

Miðjumenn
Birkir Bjarnason | Brescia | 86 leikir, 13 mörk
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 87 leikir, 2 mörk
Gylfi Sigurðsson | Everton | 74 leikir, 22 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 25 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 17 leikir
Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF | 34 leikir, 5 mör
Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 4 leikir, 1 mark
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 75 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 6 leikir

Sóknarmenn
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 12 leikir, 3 mörk
Alfreð Finnbogason | FC Augsburg | 57 leikir, 15 mörk
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 50 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 58 leikir, 26 mörk
Viðar Örn Kjartansson | Valerenga IF | 26 leikir, 3 mörk

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner