Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 02. október 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Verðandi eigendur horfðu á Everton tapa
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Josh Wander, Steven Pasko og Don Dransfield, stjórnendur fjárfestingarfélagsins 777 Partners sem eru verðandi eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, mættu á Goodison Park um helgina til að horfa á Everton spila heimaleik við nýliða Luton Town.

Þetta var fyrsti leikurinn sem verðandi eigendur Everton mæta á eftir að þeir samþykktu að kaupa 94% hlut af Farhad Moshiri í september.

Gleðin var þó ekki við völd á Goodison Park þar sem Luton komst óvænt í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik áður en Dominic Calvert-Lewin minnkaði muninn fyrir leikhlé, en heimamönnum tókst ekki að snúa stöðunni við í síðari hálfleik. Tapið kemur sérstaklega á óvart í ljósi þess að Everton hafði unnið tvo leiki í röð á útivelli gegn Brentford og Aston Villa fyrir heimaleikinn gegn Luton, en það eru tvö ár liðin síðan Everton vann síðast þrjá leiki í röð.

Þetta var fyrsti sigur Luton í ensku úrvalsdeildinni og bauluðu áhorfendur á Goodison leikmenn sína af velli að leikslokum.

„Ég er augljóslega svekktur með þessi úrslit en við vorum talsvert sterkari aðilinn á vellinum í dag," sagði Sean Dyche knattspyrnustjóri eftir tapið. „Eins og vanalega þá nýttum við ekki færin okkar og gáfum andstæðingunum alltof auðveld mörk. Leikurinn í dag var kjörið tækifæri til að snúa tímabilinu okkar við en við nýttum það ekki. Þetta er alltaf sama sagan.

„Ég vil ekki sýna Luton vanvirðingu með þessum ummælum, þeir hafa lagt mikið á sig og eru búnir að gera nákvæmlega það sama og mörg önnur félög hafa gert þegar þau koma í fyrsta sinn upp í úrvalsdeildina."


Everton fær annað tækifæri til að snúa slæmu gengi við þegar liðið heimsækir Bournemouth um næstu helgi, en lærisveinar Dyche eru aðeins komnir með fjögur stig eftir sjö umferðir á nýju úrvalsdeildartímabili. Þeir eru heppnir að Sheffield United, Burnley, Bournemouth og Luton hafa einnig byrjað illa.

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun Everton undir eignarhaldi 777 Partners, sem eru einnig meirihlutaeigendur Genoa á Ítalíu, Vasco da Gama í Brasilíu og Standard Liege í Belgíu - auk þess að eiga smærri hluti í Sevilla FC á Spáni og Melbourne Victory í Ástralíu.

Þeim bíður verðugt verkefni hjá Everton, sem er með stóran og tryggan stuðningsmannahóp en hefur ekki unnið titil síðan 1995.

„Það er brýn nauðsyn á að breyta hugarfarinu innan félagsins. Síðustu ár hefur þetta alltaf verið saman sagan, 'þetta reddast' hugarfarið er ekki nægilega gott til að vera samkeppnishæfir á hæsta stigi. Leikmenn verða að vera ákveðnari og duglegari við að sinna skítverkunum á vellinum, það er það sem skilar raunverulegum árangri," sagði Dyche að lokum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 27 10 +17 30
2 Man City 13 9 2 2 33 13 +20 29
3 Liverpool 13 8 4 1 28 11 +17 28
4 Aston Villa 13 9 1 3 31 18 +13 28
5 Tottenham 13 8 2 3 25 17 +8 26
6 Man Utd 13 8 0 5 16 16 0 24
7 Newcastle 13 7 2 4 31 14 +17 23
8 Brighton 13 6 4 3 28 23 +5 22
9 West Ham 13 6 2 5 23 23 0 20
10 Chelsea 13 4 4 5 22 20 +2 16
11 Brentford 13 4 4 5 19 18 +1 16
12 Wolves 13 4 3 6 18 23 -5 15
13 Crystal Palace 13 4 3 6 13 18 -5 15
14 Fulham 13 4 3 6 13 22 -9 15
15 Nott. Forest 13 3 4 6 16 21 -5 13
16 Bournemouth 13 3 3 7 14 28 -14 12
17 Luton 13 2 3 8 12 23 -11 9
18 Sheffield Utd 13 1 2 10 11 34 -23 5
19 Everton 13 4 2 7 14 20 -6 4
20 Burnley 13 1 1 11 10 32 -22 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner