PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   mán 02. desember 2024 19:00
Elvar Geir Magnússon
Kimmich ætlar að taka ákvörðun um framtíð sína í janúar
Joshua Kimmich, miðjumaður Bayern München, ætlar ekki að bíða mikið lengur með að taka ákvörðun um framtíð sína.

Síðan síðasta haust hefur Kimmich verið inn og út úr viðræðum við Bayern um nýjan samning en gildandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Hann hefur verið orðaður við spænsku risaliðin Barcelona og Real Madrid auk ensku stórliðanna Manchester City, Arsenal og Liverpool.

Þessi 29 ára leikmaður er einn af fyrstu mönnum á blað hjá Bayern undir stjórn Vincent Kompany.

„Ég ætla ekki að bíða til sumars. Ég mun setjast niður í vetur og skoða heildarmyndina. Í janúar mun ég taka rétta ákvörðun," segir Kimmich.

Christian Freund íþróttastjóri Bayern segist bjartsýnn á að samkomulag náist við Kimmich um nýjan samning.

„Við erum í góðum samræðum við Kimmih og Musiala. Auðvitað viljum við ganga frá samningum sem fyrst en mestu máli skiptir að niðurstaðan verði jákvæð," segir Freund.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
14 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
15 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner