Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Palmer gæti byrjað gegn Leeds
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að Cole Palmer sé tilbúinn að byrja leikinn gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Palmer var ónotaður varamaður í jafnteflinu gegn Arsenal en Maresca segir að það hafi ekki hentað að setja hann inn með tíu leikmenn.

Chelsea lék manni færri stóran hluta leiksins eftir að Moises Caicedo fékk að líta rauða spjaldið.

Líklegt er talið að Reece James og Wesley Fofana verði hvíldir í leiknum á morgun.

Chelsea er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Leeds er í fallsæti.
Athugasemdir
banner