Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 03. janúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Liverpool og Everton mætast
Nær Everton að stríða toppliði ensku úrvalsdeildarinnar?
Nær Everton að stríða toppliði ensku úrvalsdeildarinnar?
Mynd: Getty Images
Það verður leikið í FA-bikarnum á Englandi um helgina. Það er komið að þriðju umferðinni og eru því úrvalsdeildarliðin að mæta til leiks.

Það er gríðarlega mikið af leikjum á morgun, laugardag. Ríkjandi meistarar Manchester City eiga heimaleik gegn D-deildarliði Port Vale. Watford, sem tapaði 6-0 gegn Manchester City í síðsta úrslitaleik, fær Tranmere Rovers í heimsókn úr C-deildinni.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley taka á móti Peterborough United á meðan Jón Daði Böðvarsson og liðsfélagar hans í Millwall eiga leik við Newport County sem reyndist spútnik lið bikarsins í fyrra. D-deildarliðið sló meðal annars Tottenham, Leicester og Middlesbrough úr leik.

Manchester United tapaði síðasta deildarleik sínum gegn Arsenal, en liðið á erfiðan leik fyrir höndum á morgun, gegn Úlfunum á útivelli. Úlfarnir slógu Man Utd úr leik í þessari keppni á síðasta tímabili.

Á sunnudaginn er líka mikið um að vera, en þá er stærsti leikur náttúrulega nágrannaslagur Liverpool og Everton á Anfield. Everton hefur litið betur út undir stjórn Carlo Ancelotti og spurning hvort þeir nái eitthvað að stríða toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Á mánudagskvöld tekur Arsenal síðan á móti toppliði Championship-deildarinnar, Leeds United.

Hér að neðan má sjá alla bikarleiki helgarinnar, en leikirnir hefjast allir einni mínútu síðar en þeir ættu að gera. Þetta er gert af enska knattspyrnusambandinu til þess að vekja athygli á andlegri heilsu stuðningsmanna knattspyrnufélaga.

Smelltu hér til að lesa nánar um málið.

laugardagur 4. janúar
12:31 Birmingham - Blackburn
12:31 Bristol City - Shrewsbury
12:31 Burnley - Peterboro (Stöð 2 Sport 2)
12:31 Millwall - Newport
12:31 Rochdale - Newcastle (Stöð 2 Sport)
12:31 Rotherham - Hull City
15:01 Brentford - Stoke City
15:01 Brighton - Sheff Wed (Stöð 2 Sport 4)
15:01 Cardiff City - Carlisle
15:01 Fulham - Aston Villa (Stöð 2 Sport)
15:01 Oxford United - Hartlepool
15:01 Preston NE - Norwich
15:01 Reading - Blackpool
15:01 Southampton - Huddersfield (Stöð 2 Sport 3)
15:01 Watford - Tranmere Rovers
17:31 Bournemouth - Luton
17:31 Fleetwood Town - Portsmouth
17:31 Leicester - Wigan (Stöð 2 Sport 3)
17:31 Man City - Port Vale (Stöð 2 Sport 2)
17:31 Wolves - Man Utd (Stöð 2 Sport)

sunnudagur 5. janúar
14:01 Bristol R. - Coventry
14:01 Burton - Northampton
14:01 Charlton Athletic - West Brom
14:01 Chelsea - Nott. Forest (Stöð 2 Sport 2)
14:01 Crewe - Barnsley
14:01 Crystal Palace - Derby County (Stöð 2 Sport 3)
14:01 Middlesbrough - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:01 QPR - Swansea
14:01 Sheffield Utd - Fylde
16:01 Liverpool - Everton (Stöð 2 Sport)
18:16 Gillingham - West Ham (Stöð 2 Sport)

mánudagur 6. janúar
19:56 Arsenal - Leeds (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner
banner
banner