Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   sun 03. janúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja að Ísak fari ekki í eitt af stærstu félögum Evrópu
Ísak í leik með U21 landsliði Íslands.
Ísak í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur og þáttastjórnandi Dr Football hlaðvarpsins, segir það bókað mál að Ísak Bergmann Jóhannesson sé á förum frá sænska félaginu Norrköping í janúar.

Miðjumaðurinn er búinn að gera frábæra hluti hjá Norrköping og vakið athygli stórliða víða um Evrópu. Ísak Bergmann er aðeins 17 ára gamall og búinn að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Hjörvar segist ekki vita í hvaða félag Ísak er að fara. Skagamaðurinn hefur verið orðaður við félög á borð við Manchester United, Liverpool, Juventus og Real Madrid en sérfræðingar Dr Football telja ekki líklegt að hann fari í það stórt félag næst.

„Hann er að fara í eitthvað félag þar sem hann er að fara að spila. Hann er ekki að fara að spila með U23 liði Arsenal eða Juventus," sagði Kristján Óli Sigurðsson og bætti við: „Er ekki Holland flott næsta skref?"

„Jú, það er klárt mál. Hann getur spilað í fullt af liðum þar, meðal annars AZ Alkmaar. Þeir eru mjög virkir í að taka stráka frá Svíþjóð," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Einnig töluðu þeir um Red Bull Salzburg í Austurríki sem flottan möguleika fyrir Ísak.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner