Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Palace tókst að landa Chilwell fyrir lok gluggans (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace tókst að ganga frá lánssamningi við Chelsea um Ben Chilwell áður en glugginn lokaði klukkan 23:00 í kvöld.

Chilwell er 28 ára gamall vinstri bakvörður sem hefur ekki verið í myndinni hjá Enzo Maresca á þessu tímabili.

Hann kom aðeins einu sinni við sögu með Chelsea á tímabilinu og sagði Maresca að Chilwell væri frjálst að fara.

Palace náði samkomulagi við Chelsea um Chilwell í dag og náðu félögin að ganga frá öllum pappírum áður en glugginn lokaði.

Englendingurinn kemur á láni út tímabilið og er annar leikmaðurinn sem Palace fær í glugganum á eftir Romain Esse sem kom frá Millwall.

„Ég er spenntur að vera kominn hingað. Crystal Palace er félag sem er á leið í frábæra átt og ef þú horfir á síðustu mánuði, með þessi úrslit og hvernig liðið er að spila, þá var þetta fremur augljóst að taka´akvörðun um að koma hingað,“ sagði Chilwell.


Athugasemdir
banner
banner