Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Girona marði sigur á Las Palmas
Mynd: EPA
Girona 2 - 1 Las Palmas
1-0 Abel Ruiz ('8 )
1-0 Abel Ruiz ('45 , Misnotað víti)
2-0 Yaser Asprilla ('79 )
2-1 Fabio Silva ('82 )

Girona lagði Las Palma að velli, 2-1, í La Liga á Spáni í kvöld en Girona eygir von á að komast í Evrópukeppni annað árið í röð.

Spænski framherjinn Abel Ruiz kom Girona yfir á 8. mínútu en klikkaði síðan á vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.

Ruiz var létt þegar Yaser Asprilla, liðsfélagi hans, tvöfaldaði forystuna á 79. mínútu.

Fabio Silva, sem er á láni hjá Las Palmas frá Wolves, minnkaði muninn þremur mínútum síðar en lengra komust Kanaríeyjamenn ekki og lokatölur 2-1, Girona í vil.

Girona er í 7. sæti með 31 stig, einu stigi frá Evrópusæti, en Las Palmas í 15. sæti með 23 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 22 15 4 3 50 21 +29 49
2 Atletico Madrid 22 14 6 2 37 14 +23 48
3 Barcelona 22 14 3 5 60 24 +36 45
4 Athletic 22 11 8 3 33 20 +13 41
5 Villarreal 22 10 7 5 44 33 +11 37
6 Vallecano 22 8 8 6 26 24 +2 32
7 Girona 22 9 4 9 31 30 +1 31
8 Osasuna 22 7 9 6 27 31 -4 30
9 Mallorca 22 9 3 10 19 28 -9 30
10 Betis 22 7 8 7 25 28 -3 29
11 Sevilla 22 7 7 8 24 30 -6 28
12 Real Sociedad 22 8 4 10 18 19 -1 28
13 Celta 22 7 4 11 31 35 -4 25
14 Getafe 22 5 9 8 17 17 0 24
15 Leganes 22 5 8 9 19 30 -11 23
16 Las Palmas 22 6 5 11 27 36 -9 23
17 Espanyol 22 6 5 11 21 33 -12 23
18 Alaves 22 5 6 11 25 34 -9 21
19 Valencia 22 4 7 11 22 37 -15 19
20 Valladolid 22 4 3 15 15 47 -32 15
Athugasemdir
banner
banner