Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   mán 03. febrúar 2025 11:23
Elvar Geir Magnússon
Strax heitt undir eftirmanni Freys - Ekki tekist að vinna leik
Belgíska liðið Kortrijk hefur ekki náð að vinna leik síðan Freyr Alexandersson var rekinn í desember og Yves Vanderhaeghe ráðinn í hans stað.

Gengi Kortrijk hefur versnað eftir þjálfaraskiptin og liðið aðeins náð í tvö stig af átján mögulegum.

Vandræði Vanderhaeghe urðu enn meiri í gær þegar liðið tapaði 1-2 í fallbaráttuslag gegn Westerlo í gær. Liðið var 1-0 yfir þegar Westerlo missti mann af velli með rautt spjald. Tíu gegn ellefu skoraði Westerlo tvívegis og tryggði sér sigurinn.

Kortrijk er í næstneðsta sæti með nítján stig. Freyr var rekinn eftir að hafa náð í 0.94 stig að meðaltali í leik á tímabilinu en eftir að hann var látinn fara nær liðið að meðaltali í 0,33 stig.

Freyr hafði náð á ótrúlegan hátt að bjarga Kortrijk frá falli á síðasta tímabili en var rekinn í desember og tók síðan við norska liðinu Brann. Vanderhaeghe var ráðinn til Kortrijk strax í kjölfarið en hann er reynslumikill þjálfari sem var að taka við liðinu í þriðja sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner