Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vakti athygli erlendra félaga en framlengir á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn tilkynntu í dag að Jón Gísli Eyland Gíslason væri búinn að framlengja samning sinn við félagið út árið 2027. Fyrri samningur hefði runnið út eftir tímabilið 2026.

Jón Gísli er 22 ára hægri bakvörður sem á að baki 32 leiki fyrir U21 landsliðið og var í kringum U21 landsliðið. Hann verður 23 ára seinna í þessum mánuði.

Hann átti virkilega gott tímabil í fyrra og segir í tilkynningu ÍA að erlend félög hafi tekið eftir hans frammistöðu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur verið áhugi á Jóni Gísla frá Svíþjóð.

„Það eru því mikil gleðitíðindi að Jón Gísli ákveði að framlengja samning sinn," segir í tilkynningunni.

Jón Gísli kom til ÍA frá Tindastóli árið 2019. Hann hefur spilað 163 leiki fyrir ÍA og í þeim hefur hann skorað níu mörk. Hann spilaði 26 leiki í Bestu deildinni í fyrra, skoraði fimm mörk og lagði upp tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner