Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 03. mars 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar kom að fjórum mörkum með U19 liði FCK
Skagamaðurinn efnilegi Hákon Arnar Haraldsson hefur verið að standa sig vel með U19 liði FC Kaupmannahafnar.

Hann skoraði á dögunum tvö mörk og lagði upp tvö mörk til viðbótar í 5-0 sigri á FA 2000.

Hákon er 17 ára gamall og er fjölhæfur leikmaður. Hann getur spilað á kanti, sem miðjumaður og sem fremsti maður.

Með því smella hérna má lesa ítarlegt viðtal sem tekið var við Hákon eftir að hann skoraði sitt fyrsta mark með aðalliði FCK fyrr á þessu ári.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin og stoðsendingar hans gegn FA 2000.


Athugasemdir
banner
banner