Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
þriðjudagur 1. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. apríl
Championship
Derby County 2 - 0 Preston NE
Úrvalsdeildin
Bournemouth 1 - 2 Ipswich Town
Brighton 0 - 3 Aston Villa
Man City 2 - 0 Leicester
Newcastle 2 - 1 Brentford
Southampton 1 - 1 Crystal Palace
Liverpool 1 - 0 Everton
Bikarkeppni
Stuttgart 3 - 1 RB Leipzig
WORLD: International Friendlies
Hungary U-18 0 - 1 Montenegro U-18
Bikarkeppni
Milan 1 - 1 Inter
Bikarkeppni
Atletico Madrid 0 - 1 Barcelona
fös 29.jan 2021 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magazine image

Segir engan lykil að uppgöngunni - „Væri draumur að fara með í lokakeppnina"

Hákon Arnar Haraldsson er leikmaður FC Kaupmannahafnar og hefur verið undanfarið eitt og hálft ár, síðan hann var keyptur frá ÍA. Hákon er sautján ára leikmaður sem á að baki yfir tuttugu unglingalandsleiki og skoraði á dögunum sitt fyrsta mark fyrir aðallið FCK.

Ofan á það var Hákon valinn í U21 landsliðið síðasta haust og lék sinn fyrsta leik á því sviði, ljóst er að um gríðarlegt efni er að ræða. Fótbolti.net heyrði í Hákoni og fór með honum yfir síðustu mánuði ásamt öðru.

Mér finnst ég hafi bætt mig mest í að vinna á litlu svæði
Mér finnst ég hafi bætt mig mest í að vinna á litlu svæði
Mynd/Getty Images
Helsti munurinn sem ég sá strax var að það eru eiginlega aldrei hlaupaæfingar eða sprettir hérna, það er frekar bara æft í einn og hálfan tíma alla daga til þess að koma þér í form
Helsti munurinn sem ég sá strax var að það eru eiginlega aldrei hlaupaæfingar eða sprettir hérna, það er frekar bara æft í einn og hálfan tíma alla daga til þess að koma þér í form
Mynd/Getty Images
Það var auðvitað geggjað að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn, maður fékk alveg svona fiðring í magann þegar maður var að fara að spila
Það var auðvitað geggjað að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn, maður fékk alveg svona fiðring í magann þegar maður var að fara að spila
Mynd/Getty Images
Nei, það kom aldrei til greina að fara til Brøndby af því að mér leið betur hjá FCK og mér fannst FCK líta meira spennandi út.
Nei, það kom aldrei til greina að fara til Brøndby af því að mér leið betur hjá FCK og mér fannst FCK líta meira spennandi út.
Mynd/Getty Images
Danskan getur stundum verið mjög þreytt.
Danskan getur stundum verið mjög þreytt.
Mynd/Getty Images
Addi sagði við mig að njóta og gera mitt besta, ekkert flóknara en það
Addi sagði við mig að njóta og gera mitt besta, ekkert flóknara en það
Mynd/Hulda Margrét
Saknar 'klefachillsins' og að geta talað íslensku í klefanum.
Saknar 'klefachillsins' og að geta talað íslensku í klefanum.
Mynd/Hulda Margrét
Það væri draumur að fara á með í lokakeppnina en við sjáum bara til hvað gerist
Það væri draumur að fara á með í lokakeppnina en við sjáum bara til hvað gerist
Mynd/Hulda Margrét
Auðvitað vonast ég eftir tækifæri en maður verður að vera þolinmóður og sjá hvað gerist
Auðvitað vonast ég eftir tækifæri en maður verður að vera þolinmóður og sjá hvað gerist
Mynd/Hulda Margrét
Ég íhugaði það alveg að klára sumarið með ÍA, fá nokkra leiki og fara svo út.
Ég íhugaði það alveg að klára sumarið með ÍA, fá nokkra leiki og fara svo út.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mín stærsta fyrirmynd sem ég man skýrt eftir í huganum var Tryggvi bróðir. Ég horfði mikið upp til hans og lærði mikið af honum af því við fórum mikið saman út í fótbolta.
Mín stærsta fyrirmynd sem ég man skýrt eftir í huganum var Tryggvi bróðir. Ég horfði mikið upp til hans og lærði mikið af honum af því við fórum mikið saman út í fótbolta.
Mynd/Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Haraldur Ingólfsson fer af velli (ekki fannst mynd af Jónínu í myndagrunni)
Haraldur Ingólfsson fer af velli (ekki fannst mynd af Jónínu í myndagrunni)
Orri segir þetta bara af því ég vinn alltaf á æfingum
Orri segir þetta bara af því ég vinn alltaf á æfingum
Mynd/FC Kaupmannahöfn
Ég trúði því ekki þegar ég frétti af því að ég hefði verið valinn.
Ég trúði því ekki þegar ég frétti af því að ég hefði verið valinn.
Mynd/Hulda Margrét
Skólinn virkar þannig að það kemur kennari upp á æfingasvæði og kennir okkar strákunum
Skólinn virkar þannig að það kemur kennari upp á æfingasvæði og kennir okkar strákunum
Mynd/Hulda Margrét
„Já, það væri draumur að fara með í lokakeppnina en við sjáum bara til hvað gerist."
Byrjaði kornungur í boltanum
Hefur Hákon einhvern tímann æft aðra íþrótt en fótbolta og hvenær byrjaði hann í fótboltanum?

„Já, þegar ég var yngri spilaði ég golf með fótboltanum, þegar ég var svona átta ára gamall og æfði í tvö ár. Annars hef ég alltaf bara æft fótbolta."

„Ég hætti svo í golfinu af því það var ekki nógu mikið 'action' og líka af því ég var mun betri í fótbolta en golfi þá. Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var þriggja eða fjögurra ára,"
sagði Hákon.

Tryggvi bróðir stærsta fyrirmyndin
Hver var fyrirmynd Hákonar þegar hann var að vinna sig upp yngri flokkana á Skaganum?

„Mín stærsta fyrirmynd sem ég man skýrt eftir í huganum var Tryggvi bróðir. Ég horfði mikið upp til hans og lærði mikið af honum af því við fórum mikið saman út í fótbolta. Ég sá hann oft spila og mér fannst hann bara miklu betri heldur en aðrir. Svo voru auðvitað mamma og pabbi ákveðnar fyrirmyndir upp yngriflokkastarfið."

„Alltaf hægt að leita til hans ef mann vantar eitthvað"
Nánar um foreldrana á eftir en höldum okkur við Tryggva Hrafn. Hvað getur Hákon sagt um hann?

,„Það er mikið meira að segja um Tryggva en að hann sé geggjaður í fótbolta og það er alltaf hægt að leita til hans ef manni vantar eitthvað. Okkur kemur mjög vel saman en við tölum ekkert rosalega mikið saman af því það er nóg að gera hjá okkur báðum."

Tryggvi gekk í raðir Vals undir lok síðasta árs eftir góða mánuði hjá Lilleström. Kom það Hákoni á óvart?

„Það kom mér ekki á óvart að hann valdi Val, hann hafði sínar ástæður að velja Val og mér fannst sú akvörðun sú rétta."

Fjölhæfur sóknarsinnaður leikmaður
Hvaða stöður hefur Hákon verið að spila á ferlinum til þessa?

„Ég spila eiginlega alltaf á vinstri kanti með U19 liðinu en núna í seinustu tveimur leikjum með aðalliðinu er ég búinn að spila falska níu eða sem tía. Ég get samt líka spilað frammi eða á miðjunni."

Kom aldrei til greina að fara í Bröndby
Hákon valdi að skrifa undir hjá FCK sumarið 2019. Var það erfitt val?

„Mér fannst það ekki erfitt val, mér leið einfaldlega strax þannig að hér myndi mér líða vel og að ég myndi bæta mig sem leikmaður."

Hákon fór einnig tvisvar á reynslu til Bröndby. Kom aldrei til greina að skrifa undir þar?

„Nei, það kom aldrei til greina að fara til Brøndby af því að mér leið betur hjá FCK og mér fannst FCK líta meira spennandi út."

Fór Hákon til fleiri félaga á reynslu á sínum tíma?

„Ég fór einu sinni til Norrköping á reynslu en það varð ekkert úr því. Það komu svo held ég tilboð frá frá Bologna og Spal en hausinn minn var alltaf hjá FCK."

Hákon talaði um það í 'hinni hliðinni' að það hefðu verið vonbrigði að ná ekki deildarleik með ÍA áður en hann fór út. Kom til greina að klára tímabilið með ÍA og fara svo út?

„Auðvitað eru það vonbrigði að ná ekki leik í efstu deild með uppeldisfélaginu. Ég var mjög nálægt því rétt áður en ég fór út, gegn Breiðabliki. Ég var mættur í búninginn og kominn á hliðarlínuna, tilbúinn að fara inná en þá flautar dómarinn leikinn af."

Kom til greina að klára tímabilið á Íslandi og fara svo út?

„Ég íhugaði alveg að klára sumarið með ÍA, fá nokkra leiki og fara svo út. En það var langbest fyrir mig sem leikmann að fara strax út og ná undirbúningstímabilinu með liðinu. Þannig það kom eiginlega aldrei til greina að klára sumarið með ÍA."

Æft lengur til að koma mönnum í form - Saknar íslenskunnar
Hver er munurinn á því að fara úr því að æfa með meistaraflokki ÍA í að æfa með unglingaliðum FCK?

„Stór munur er líkamlegi þátturinn, það er langt í frá það sama að æfa með fullvöxnum karlmönnum og að æfa með jafnöldrum sínum. Helsti munurinn sem ég sá strax var að það eru eiginlega aldrei hlaupaæfingar eða sprettir hérna, það er frekar bara æft í einn og hálfan tíma alla daga til þess að koma þér í form."

Í hverju hefuru Hákon bætt sig mest?

„Mér finnst ég hafi bætt mig mest í að vinna á litlu svæði og svo hef ég unnið mikið með aðstoðarþjálfaranum í skotum og hvernig er best að klára færi á öllum stöðum inní teig eða fyrir utan."

Hvað er það sem hann saknar mest frá Íslandi?

„Það sem ég sakna mest frá Íslandi er auðvitað kærastan, fjölskyldan og vinirnir en svona fótbolta tengt sakna ég 'klefachillsins' og að geta bara talað íslensku inn í klefa, danskan getur stundum verið mjög þreytt."

Búinn að skora með aðalliðinu
Hákon hefur verið að raða inn mörkum með unglingaliðunum og færist nær aðalliðinu. Hann skoraði í liðinni viku í æfingaleik með aðalliðinu, fyrsta markið! Er einhver lykill að þessari miklu uppgöngu í vetur?

„Ég held það sé enginn beint svona lykill að þessu, held þú þurfir bara að leggja mikið á þig og hugsa vel um þig t.d. varðandi mataræði og svefn."

Hákon byrjaði í æfingaleik á dögunum með aðalliðinu og fiskaði vítaspyrnu. Hvernig var að fá það tækifæri? Kom það á óvart?

„Það var auðvitað geggjað að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn, maður fékk alveg svona fiðring í magann þegar maður var að fara að spila. Já, það kom mér frekar á óvart en samt ekki af því það var skipt í tvö jöfn lið sem spiluðu hálfleik og hálfleik. Ég var heppinn að fá að vera í liðinu sem byrjaði. Fyrir áramót æfði ég svona einu sinni til tvisvar í viku með aðalliðinu en núna eftir áramót er ég búinn að vera partur af hópnum og á öllum æfingunum."

Vonast Hákon eftir því að fá tækifæri í deildinni núna seinni hluta tímabilsins?

„Auðvitað vonast ég eftir tækifæri en maður verður að vera þolinmóður og sjá hvað gerist."

Hvernig hefur U19 liði FCK gengið og hversu gott er það á landsvísu?

„U19 liðinu er búið að ganga vel, við erum í toppbaráttunni núna. Ef að allir spila erum við besta liðið á landinu finnst mér en það er mjög sjaldan sem það gerist."

Frétti af valinu á Snapchat
Hákon var í október valinn í U21 landsliðshópinn og kom inn á gegn Lúxemborg. Hvernig var að fá kallið frá Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen?

„Það var geggjað að fá kallið og fá að vera partur af þessu geggjaði liði, ég trúði því ekki þegar ég frétti af því að ég hefði verið valinn. Ég komst eiginlega að því þegar vinur minn sendi mér til hamingju á snapchat og ég skildi bara ekki neitt í því, þá var hann víst búinn að sjá hópinn en ekki ég."

Kom það Hákoni algjörlega í opna skjöldu að fá kallið?

„Ég var frekar hissa þegar ég frétti að ég hefði verið valinn, af því FCK var ekki búið að segja mér neitt frá þessu. En ég var auðvitað mjög glaður líka þegar ég frétti það og mikilvægt að sjá að Addi hafi verið að fylgjast með hvað maður var að gera úti."

Hvernig var að koma inn á og hver voru skilaboðin frá Adda?

„Það var auðvitað frábært að fá að vera partur af þessu liði, þeir eiga allt hrós skilið þessir gæjar. Addi sagði við mig að njóta og gera mitt besta, ekkert flóknara en það."

Draumur að vera með í lokakeppninni?

„Já, það væri draumur að fara með í lokakeppnina en við sjáum bara til hvað gerist."

„Ekki alltaf það skemmtilegasta en það hjálpar mikið"
Foreldrar Hákonar eru þau Haraldur Ingólfsson og Jónína Halla Víglundsdóttir sem bæði léku á sínum tíma með A-landsliðunum. Fékk Hákon fótboltauppeldi frá fyrsta degi?

„Já, það má segja að fótboltauppeldið hafi byrjað strax við ungan aldur en þau voru aldrei að ýta á mig að fara í fótboltann, ég valdi það sjálfur."

Er eitthvað sem þau sögðu við Hákon sem hann hefur tekið með sér í fótboltaferilinn?

„Það er kannski ekkert mjög sérstakt en mamma sagði mér alltaf að gera mitt besta."

Er gott að hafa svona fyrirmyndir þegar maður er að komast inn í boltann?

„Já, það hjálpar mjög mikið að hafa svona fyrirmyndir, þau hafa hjálpað mér mjög mikið öll mín ár. Þau tala alltaf við mig eftir leiki, ekki bara eftir góða leiki heldur líka slæma leiki og spjalla um hvað ég get gert betur. Það er ekki alltaf það skemmtilegasta en það hjálpar mikið."

Eru í skóla á æfingasvæðinu
Hvernig eru skólamál hjá Hákoni? Er eitthvað samstarf hjá FCK við einhvern skóla?

„Já, það er tenging. Ég og Orri [Steinn Óskarsson, liðsfélagi hjá FCK] erum búnir að vera í skóla sem er í samstarfi við FCK í hálft ár núna og erum að fara inn í aðra önn fram að sumri."

„Skólinn virkar þannig að það kemur kennari upp á æfingasvæði og kennir okkar strákunum. Þetta kemur í staðinn fyrir það að þurfa fara eitthvert lengst til að fara í skóla. Suma daga vikunnar æfum við fyrir skóla en aðra daga eftir skóla."

„Danskan er öll að koma núna, ég skil allt og get talað hana frekar vel, þótt ég segi sjálfur frá."
Alltaf vont veður í Grindavík - Djuric þekktur fyrir að væla
Að lokum er það efni í léttari kantinum. Hákon var spurður út í ummæli sín í 'hinni hliðinni' á síðasta ári.

Af hverju myndi Hákon aldrei spila með Grindavík?

„Ég sagði þetta bara af því þetta var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar ég sá þessa spurningu. Mér finnst eins og það sé alltaf vont veður þegar ég horfi á leiki í Grindavík."

Hvernig er danskan og hvernig er að búa í Danmörku?

„Danskan er öll að koma núna, ég skil allt og get talað hana frekar vel, þótt ég segi sjálfur frá. Það er mjög fínt að búa í Danmörku, sérstaklega í Köben. Það er mjög flott borg og þægilegt að búa hérna."

Orri skaut á Hákon að hann væri mest óþolandi á æfingum. Er eitthvað til í því?

„Orri segir þetta bara af því ég vinn alltaf á æfingum og örugglega líka af því ég get verið pirrandi að spila á móti."

Að lokum, Danijel Dejan Djuric (Midtjylland) segir að Hákon hætti ekki að væla. Er Hákon mikið í tuðinu?

„Það er galið að af öllum mönnum sé Djuric að segja að ég sé að væla, af því hann er þekktur fyrir það að væla," sagði Hákon.
Athugasemdir
banner