Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Gerrard fékk rautt spjald
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Rangers í Skotlandi, fékk að líta rauða spjaldið í sigri sinna manna gegn Livingston í kvöld.

Þegar liðin gengu til búningsklefa fór Gerrard upp að John Beaton, dómara leiksins, og lét hann heyra það. Hann var greinilega verulega ósáttur við frammistöðu dómarans.

Hinn fertugi Gerrard fékk fyrst gult spjald en svo var rauða spjaldið dregið upp þegar hann hætti ekki að láta gamminn geysa.

Svo gæti farið að hann verði í banni um helgina þegar Rangers mætir St. Mirren. Þar getur Rangers farið langt með að tryggja sér titilinn. Liðið er núna með 18 stiga forskot á erkifjendur sína í Celtic þegar sjö umferðir eru eftir.

Rangers hefur átt magnað tímabil undir stjórn fyrrum fyrirliða Liverpool og er að fara að vinna sinn fyrsta deildartitil í tíu ár.

Hér að neðan má sjá það þegar Gerrard lét dómarann heyra það í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner