Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 17:41
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Endar annar hvor Keflvíkingurinn á Hlíðarenda?
Ásgeir Orri.
Ásgeir Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn.
Sindri Kristinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein af slúðursögum síðustu viku var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag. Valsmenn hafa verið í leit að markmanni vegna meiðsla Ögmundar Kristinssonar og hafa þeir Ásgeir Orri Magnússon (2004) og Sindri Kristinn Ólafsson (1997) hvað mest verið orðaðir við félagið.

Ásgeir er aðalmarkmaður Keflavíkur og Sindri hefur verið aðalmarkmaður FH síðustu tvö tímabil en er nú líklega orðinn númer tvö eftir að Mathias Rosenörn var fenginn til félagsins.

„Staðan á Ömma er ekki góð og ég veit ekki hvort að Stefán (Þór Ágústsson) sé klár í að spila 16 leiki," sagði Benedikt Bóas sem er stuðningsmaður Vals.

„Með fullri virðingu, ef Valur ætlar sér einhverja hluti þá er Stefán ekki lausnin," sagði Elvar Geir.

„Ég ræddi stuttlega við Ögmund á föstudag, hann sagðist vera byrjaður að æfa og sagði að mótið byrjaði 6. apríl," sagði Sæbjörn Steinke.

„Þeir verða að gera eitthvað í markmannsmálunum. Ég heyrði leigubílasögu um að það væri einhver þróun á því að Ásgeir í Keflavík færi til Vals, einhver Keflavíkurkapall sem segir að ef að Ásgeir fari í Val þá færi Sindri til Keflavíkur. En ef Ásgeir fer ekki í Val þá fer Sindri í Val," sagði Valur Gunnarsson og ítrekaði að um leigubílasögu væri að ræða.

Valur Gunnars vildi þá meina að Valsmenn þyrftu að fá inn tvo miðjumenn fyrir mót. Umræðuna má nálgast eftir um 65 mínútur í þættinum sem hægt er að hlusta á hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Áhugaverðar breytingar í ótímabæru spánni
Athugasemdir
banner