Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. október 2020 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veturinn kominn fyrir norðan - Frestað á Grenivík
Frá Greifavellinum í dag.
Frá Greifavellinum í dag.
Mynd: KA
Októbermánuður er nýgenginn í garð og það er kominn vetur fyrir norðan.

Það er búið að snjóa á Akureyri og í nágrenni, þar á meðal á Grenivík þar sem stórleikur Magna og Þórs átti að fara fram í dag. Sá leikur getur ekki farið fram þar sem Grenivíkurvöllur er snæviþakinn.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 14 í dag en mun þess í stað fara fram sólarhring síðar, klukkan 14 á morgun.

Magni biðlar til þeirra Grenvíkinga sem geta að koma og hjálpa til við að skafa af vellinum klukkan 13 í dag.

KA birtir mynd af Greifavellinum á Twitter í dag og bendir á að það séu þrjár vikur í heimaleik gegn Val í Pepsi Max-deildinni. Það er síðasti heimaleikur tímabilsins hjá KA, en næsti heimaleikur liðsins er gegn FH 15. október.

KF á heimaleik gegn Þrótti Vogum í 2. deild á Ólafsfjarðarvelli í dag og spurning hvernig fer með þann leik. Dalvík/Reynir á heimaleik gegn Haukum en sá leikur fer fram á góðu gervigrasi.

Öllum deildum hefur seinkað á þessu tímabili vegna kórónuveirufaraldursins



Athugasemdir
banner
banner
banner