Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Carlos Vinicius slapp við spjald
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Fulham tapaði 0-2 gegn Chelsea í eina leik gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og var framherjinn Carlos Vinicius heppinn að klára leikinn.

Atvik úr leiknum hefur vakið mikla athygli, þar sem Vinicius kýlir Thiago Silva miðvörð Chelsea niður í jörðina.

Silva lá eftir og var atvikið skoðað í VAR-herberginu en John Brooks ákvað að breyta ekki upprunalegri ákvörðun Tim Robinson dómara leiksins.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan, þar sem Vinicius virðist slá Silva niður með svokölluðu 'karate chop' höggi.

Þegar atvikið er hins vegar skoðað frá öðru sjónarhorni sést að Vinicius var með krepptan hnefa og tókst að kýla Silva í kjálkann.

Carlos Vinicius karate chop on Thiago Silva - No card after VAR review
byu/four_four_three insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner