PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fim 03. október 2024 10:08
Elvar Geir Magnússon
Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona?
Powerade
Wirtz er magnaður leikmaður.
Wirtz er magnaður leikmaður.
Mynd: EPA
Eddie Howe orðaður við Manchester United.
Eddie Howe orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Jonathan David.
Jonathan David.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Manchester City eru meðal félaga sem vilja fá Florian Wirtz, enn er slúðrað um stjórastarf Manchester United og hjá Southampton er sætið orðið heitt. Þetta og fleira í slúðurpakkanum.

Arsenal, Bayern München, Manchester City og Real Madrid eru í baráttu um að fá þýska landsliðsmiðjumanninn Florian Wirtz (21) frá Bayer Leverkusen næsta sumar. Þýskalandsmeistararnir eru með 125 milljóna punda verðmiða á honum. (Bild)

Barcelona vonast til að ná samkomulagi við brasilíska framherjann Neymar (32) í janúar þegar honum er frjálst að ræða við félög áður en samningur hans við Al-Hilal rennur út næsta sumar. (Sport)

Eddie Howe stjóri Newcastle og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea eru meðal líklegustu manna til að taka við Manchester United ef Erik ten Hag fer frá félaginu. Gareth Southgate fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands og Simone Inzaghi stjóri Inter eru einnig í hópnum. (Teamtalk)

Fréttir frá Ítalíu benda til þess að Massimiliano Allegri, fyrrum stjóri Juventus, sé sá sem Sir Alex Ferguson vill helst að taki við Manchester United. (Express)

Hætta er á að Russell Martin stjóri Southampton missi vinnuna eftir slæma byrjun liðs síns á tímabilinu. (Mirror)

Fyrrum stjóri Chelsea, Frank Lampard, hefur gefið í skyn áhuga sinn á enska landsliðsþjálfarastarfinu sem nú er í höndum bráðabirgðastjórans Lee Carsley. (Football London)

Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi (25) hjá Real Sociedad segist ekki sjá eftir því eftir að hafa hafnað því að fara til Liverpool í sumarfélagaskiptaglugganum. (Mirror)

Arsenal mun fá samkeppni frá AC Milan, Inter Milan og Juventus um kanadíska framherjann Jonathan David (24) hjá Lille. (Football Insider)

Karim Adeyemi (22) kantmaður Borussia Dortmund er á óskalista Liverpool. Hann gæti tekið við af Mohamed Salah. (Sun)

Everton hefur ekki áhyggjur af því að erkifjendurnir í Liverpool hreppi enska miðvörðinn Jarrad Branthwaite (22) í janúar. (Liverpool Echo)

Everton gæti endurvakið áhuga sinn á paragvæska sóknarleikmanninum Miguel Almiron (30) sem mun líklega yfirgefa Newcastle United í janúar. (Teamtalk)

Manchester United gæti ákveðið að virkja eins árs framlengingu í samningi enska varnarmannsins Harry Maguire (31) sem rennur út næsta sumar. Félagið vill forðast að hann fari án greiðslu. (Football Insider)
Athugasemdir
banner