Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   sun 03. nóvember 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Augsburg mætir Schalke
Tíundu umferð þýska deildartímabilsins lýkur í dag þegar Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg taka á móti Schalke.

Augsburg hefur ekki verið að gera góða hluti og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir níu umferðir. Schalke er með fimmtán stig.

Alfreð kom inn af bekknum og skoraði í 2-2 jafntefli gegn Bayern München og fékk að byrja síðasta leik, sem lauk með markalausu jafntefli gegn Wolfsburg.

Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli í haust en er þó búinn að koma við sögu í sjö deildarleikjum á tímabilinu.

Fortuna Düsseldorf og Köln eigast einnig við í dag.

Leikir dagsins:
14:30 Düsseldorf - Köln
17:00 Augsburg - Schalke
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 17 15 2 0 66 13 +53 47
2 Dortmund 17 10 6 1 32 15 +17 36
3 RB Leipzig 16 10 2 4 32 19 +13 32
4 Stuttgart 17 10 2 5 32 25 +7 32
5 Hoffenheim 16 9 3 4 34 21 +13 30
6 Leverkusen 16 9 2 5 34 24 +10 29
7 Eintracht Frankfurt 17 7 5 5 35 36 -1 26
8 Freiburg 17 6 5 6 27 29 -2 23
9 Union Berlin 16 6 4 6 22 25 -3 22
10 Gladbach 17 5 4 8 23 29 -6 19
11 Wolfsburg 17 5 3 9 26 37 -11 18
12 Köln 17 4 5 8 25 29 -4 17
13 Werder 16 4 5 7 18 31 -13 17
14 Hamburger 16 4 4 8 17 27 -10 16
15 Augsburg 16 4 2 10 17 32 -15 14
16 Mainz 17 2 6 9 17 29 -12 12
17 St. Pauli 16 3 3 10 14 28 -14 12
18 Heidenheim 17 3 3 11 16 38 -22 12
Athugasemdir
banner
banner