Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
   fim 15. janúar 2026 14:30
Elvar Geir Magnússon
Mark Wirtz hefði verið dæmt ógilt í Þýskalandi
Ekki voru gerð mistök í VAR herberginu þegar mark Wirtz var dæmt gilt.
Ekki voru gerð mistök í VAR herberginu þegar mark Wirtz var dæmt gilt.
Mynd: EPA
Florian Wirtz skoraði umdeilt mark í 2-2 jafntefli Liverpool gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni þann 4. janúar. Wirtz virtist vera rangstæður en samkvæmt VAR-herberginu var hann það ekki.

Aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu en eftir skoðun VAR dómarans Andy Madley var markið látið standa.

Nefnd enska fótboltasambandsins hefur kveðið úr um að ekki hafi verið gerð mistök.

Fimm sentimetra skekkjumörk er á rangstöðudómum í VAR-kerfinu á Englandi, eða þykkari línur eins og sagt er.

Ef markið hefði verið skorað í Þýskalandi, Ítalíu eða Spáni þá hefði markið verið dæmt af þar sem ekki eru nein skekkjumörk í kerfinu þar.

Mikið var rætt um að markið hafi verið látið standa því miðað við sjónvarpsupptökur var klárlega um rangstöðu að ræða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner