Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
   sun 03. nóvember 2024 21:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mikael lék í grátlegu tapi gegn Inter - Kean hetja Fiorentina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fiorentina hefur verið á flugi í ítölsku deildinni en liðið vann fimmta leik sinn í röð í dag. Albert Guðmundsson hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla.


Moise Kean tryggði liðinu sigurinng gegn Torino í dag en hann skoraði þegar hann potaði boltanum framhjá Vanja Milinkovic-Savic markverði Torino eftir langa sendingu frá Luca Ranieri.

Roma hefur verið í brasi á þessu tímabili en liðið tapaði gegn Verona í dag. Það var dramatík þar sem Flavius Daniliuc skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

Mikael Egill Ellertsson byrjaði á bekknum þegar Venezia heimsótti Inter í lokaleik dagsins. Henrikh Mkhitaryan kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik eftir undirbúning Federico Dimarco en hann var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.

Hann gafst ekki upp því um korteri síðar átti hann fyrirgjöf sem Lautaro Martinez skallaði í netið.

Mikael Egill kom inn á sem varamaður þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Það var svakaleg dramatík á lokasekúndunum en Marin Sverko skoraði fyrir Venezia en VAR skoðaði atvikið og sá að hann fékk boltann í höndina og markið dæmt af.

Verona 3 - 2 Roma
1-0 Casper Tengstedt ('13 )
1-1 Matias Soule ('28 )
2-1 Giangiacomo Magnani ('34 )
2-2 Artem Dovbyk ('53 )
3-2 Abdou Harroui ('88 )
Rautt spjald: Dailon Rocha Livramento, Verona ('90)

Inter 1 - 0 Venezia
1-0 Lautaro Martinez ('65 )

Torino 0 - 1 Fiorentina
0-1 Moise Kean ('41 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 11 8 1 2 18 8 +10 25
2 Inter 11 7 3 1 25 13 +12 24
3 Atalanta 11 7 1 3 29 14 +15 22
4 Fiorentina 11 6 4 1 22 9 +13 22
5 Lazio 11 7 1 3 24 14 +10 22
6 Juventus 11 5 6 0 19 7 +12 21
7 Milan 10 5 2 3 17 11 +6 17
8 Udinese 11 5 1 5 14 16 -2 16
9 Bologna 10 3 6 1 12 11 +1 15
10 Torino 11 4 2 5 15 16 -1 14
11 Empoli 11 3 5 3 8 9 -1 14
12 Roma 11 3 4 4 12 14 -2 13
13 Verona 11 4 0 7 16 24 -8 12
14 Parma 11 1 6 4 14 17 -3 9
15 Como 11 2 3 6 12 22 -10 9
16 Cagliari 11 2 3 6 9 19 -10 9
17 Genoa 11 2 3 6 8 21 -13 9
18 Monza 11 1 5 5 10 14 -4 8
19 Venezia 11 2 2 7 10 19 -9 8
20 Lecce 11 2 2 7 4 20 -16 8
Athugasemdir
banner
banner
banner