Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 03. desember 2013 06:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Lærðu hliðarskref eins og Lionel Messi
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Getty Images
Það eru fáir sem deila um það að Lionel Messi, leikmaður Barcelona sé einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar. Messi sem hefur unnið Ballon d'Or verðlaunin fjórum sinnum býr yfir einstakri færni.

Þegar ég segi færni þá meina ég tæknileg atriði undir pressu við leikrænar aðstæður.
Þó Messi búi yfir einstakri færni þá er það svo að ungir leikmenn geta lært þessa færni. Ef hreyfingarnar eru brotnar niður og æfðar skref fyrir skref þá geta áhugasamir leikmenn lært færni Messi!

Messi notar töluvert ákveðna gabbhreyfingu sem við kennum í Coerver Coaching. Þessa frábæru Coerver æfingu er hægt að nota til að komast fram hjá mótherja, búa til svæði, framkvæma skot eða til að rekja bolta á ferð.
Ef einhverjir muna eftir markinu hjá Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011 á móti Man. Utd þá var það þessi tiltekna gabbreyfing sem bjó til það svæði sem Messi þurfti til að setja boltann í bláhornið, óverjandi fyrir Edwin Van Der Sar.

Þrjú - mikilvæg skref fyrir leikmenn að hafa í huga til að sigra mótherja í 1v1.

1.Sjáðu leikinn fram í tímann og skipuleggðu næstu skref. Það er til lítils að komast framhjá einum mótherja og vita svo ekki hvað á að gera næst? Messi lætur aldrei koma sér í vandræði. Hann er alltaf að plana næstu sendingu, hreyfingu eða skot. Þú verður að hugsa eins og Messi til að bæta leik þinn.

2.Æfðu knattstjórnun. Lionel Messi er einn sá allra besti í að sigra mótherja einn á móti einum. Veittu því athygli hversu boltinn er nálægt honum þegar hann gerir árás á varnarmenn. Það er þessi mikla knattstjórn sem leikmaður þarf yfir að ráða til að vera góður í 1v1 eins og Messi!

3.Skautaðu framhjá varnamanninum. Vörumerki Messi er hið svokallað “hliðarskref” eða “sidestep”. Hann notar iðulega þessa Coerver hreyfingu til að búa til svæði. Stígðu í aðra áttina þegar varnarmaðurinn nálgast og notaðu svo hinn fótinn til að skauta framhjá honum/henni með boltann inn í svæði hvar þú getur framkvæmt næstu skref!

Hér er æfingin – gangi þér vel.


Athugasemdir
banner