Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   þri 03. desember 2019 11:58
Elvar Geir Magnússon
Fjalar ráðinn markvarðaþjálfari FH
Fjalar Þorgeirsson.
Fjalar Þorgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fjalar Þorgeirsson hefur verið ráðinn inn í þjálfarateymi FH en hann er orðinn markvarðaþjálfari.

Fjalar tekur við af Eiríki Þorvarðarsyni sem var markvarðaþjálfari FH í fjórtán ár en er nú kominn til Vals til að aðstoða Heimi Guðjónsson.

Fjalar var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni á nýliðnu tímabili. Hann var einnig markmannsþjálfari liðsins en hann var fyrst ráðinn sem markmannsþjálfari Stjörnunnar fyrir sumarið 2015.

Á leikmannaferli sínum spilaði Fjalar meðal annars fyrir Þrótt, Fram, Fylki og Val í efstu deild. Þá lék hann fimm A-landsleiki fyrir Ísland.

FH hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar á liðnu sumri. Daði Freyr Arnarsson hélt færeyska landsliðsmarkverðinum Gunnari Nielsen á bekknum stærstan hluta tímabilsins en Gunnar skrifaði þó undir nýjan samning við Fimleikafélagið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner