fim 03. desember 2020 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir að mæta
Mikel Arteta þakkar fyrir stuðninginn
Mikel Arteta þakkar fyrir stuðninginn
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með 4-1 sigurinn gegn Rapid Vín í Evrópudeildinni í kvöld en hann var sérstaklega glaður með að sjá stuðningsmenn í stúkunni.

Bresk stjórnvöld gáfu grænt ljós á að leyfa áhorfendur á leikjum frá og með 2. desember en 2000 manns fengu að mæta á Emirates-leikvanginn og sjá Arsenal vinna Rapid Vín.

Arteta var ánægður með sigurinn og árangurinn í Evrópudeildinni.

„Ég er svo ánægður með að fá stuðningsmennina aftur því þeir gera gæfumuninn. Við vorum með 2000 manns en það heyrðist vel í þeim og sýndu liðinu mikinn stuðning. Ég vil þakka þeim fyrir að koma og fyrir þeirra framlag," sagði Arteta.

„Strákarnir vildu sigurinn og ég gat séð það frá fyrstu mínútu að þeir vildu það. Þeir voru særðir eftir síðasta leik og sýndu rétta viðhorfið sem þarf´i þetta. Við vorum aggresívir og vildum koma boltanum inn í teiginn og skappa færi. Núna eigum við leik framundan á sunnudag."

„Við erum alltaf aggresívir en munurinn er svo lítill í úrvalsdeildinni. Þegar maður gerir mistök þá þarf maður að gjalda fyrir það. Við höfum ekki verið jafn grimmir á síðasta þriðjungnum í deildinni eins og við höfum verið í Evrópudeildinni en ég var ánægður með viðbrögðin og frammistöðuna í dag."

„Ég er ánægður með marga leikmenn. Þeir sem eru að stíga upp úr meiðslum og hafa lagt mikla vinnu í þetta, það var gott að fá þá aftur. Það var flott að fá mark frá Lacazette og svo voru margir af ungu leikmönnunum að spila vel. Félagið hefur lagt svo mikla vinnu í að allt myndi fara vel í dag svo vonandi áttu stuðningsmennirnir gott kvöld því þeir voru frábærir fyrir okkur."
sagði hann i lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner