Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 03. desember 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór tekur við sem yfirmaður fótboltamála hjá FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar eru að breyta til í skipulaginu hjá sér og er komið nýtt stöðugildi hjá félaginu.

FH-ingar hafa ekki verið yfirmann fótboltamála til þessa en það er að breytast.

Davíð Þór Viðarsson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að taka við því starfi en Davíð er fyrrum leikmaður og þjálfari meistaraflokks karla.

Davíð gæti einnig sinnt einhverjum hlutverkum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar hefur sinnt til þessa.

Davíð, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna árið 2019 og var þjálfari meistaraflokks í sumar. Fyrst með Loga Ólafssyni og svo með Ólafi Jóhannessyni.
Athugasemdir
banner